13.1.2008 | 22:55
Botnlangakast dauðans
Þessa dagana er voðalega mikið í tísku að eiga smábörn. Ég á því miður engin smábörn, en ég á ungling sem getur drepið mig!
Hérna kemur gott dæmi:
Um daginn fékk gelgjan alveg svakalegan magaverk sem var ekki hægt að útskýra. Verkurinn var svo hrikalegur að hún gekk í keng og hélt um hægri hliðina á sér.
Mamman: Má ég sjá þig, er þetta hægra megin, leyfðu mér að skoða þig þetta gæti verið botnlanginn. [mamman ýtir og sleppir eftir kúnstarinnar reglum]
Gelgjan: ÆI!!!! Þú meiðir mig þaddna!!!
Mamman: Er vont þegar ég sleppi?
Gelgjan: NEI, þegar þú ÝTIR
Mamman: Þá er þetta ekki botnlanginn, ég er farin í bað
Gelgjan lokar sig inni á klósetti og mamman fattar að eitthvað er í gangi. Bank bank..
Mamman: Ertu að gráta?
Gelgjan: Nei [sýgur upp í nefið] FARÐU!
Mamman opnar hurðina með skrúfjárni
Gelgjan: Amma dó næstum því þegar hún fékk í botnlangann [snýtir sér] hún hefði getað DÁIÐ
Mamman: Þú ert ekki að deyja. [knúsar barnið sem streitist á móti] það var fyrir 40 árum og þú ert ekki einu sinni með hita. Amma var búin að vera með hita lengi áður en hú dó næstum því. Svo var allt öðruvísi fyrir 40 árum, engin fattaði að þetta væri bontlanginn en núna er allt svo tæknilegt og enginn deyr úr botnlangakasti lengur. Og þú ert ekki að deyja ég lofa því...
Gelgjan: Jú víst, það mundi geta skeð! [labbar kjökrandi inn í herbergi þar sem að besta vinkonan bíður og þær byrja að háma í sig ostapopp]
Mamman: Ja ég er allavega farin í bað...bankaðu hjá mér ef þér finnst þú vera að versna, annars skulum við bíða í svona hálftíma og ef þetta lagast ekki þá förum við upp á spítala...
Gelgjan: Ef ég verð ekki DAUÐ! [núna er gelgjan byrjuð að setja á sig maskara, ekki gott að fara í botnlangauppskurð án maskara]
Mamman við vinkonuna: Viltu fylgjast með því hvort hún sé nokkuð á leiðinni að andast á meðan ég er í baði - ég verð mjög snögg...
Gelgjan: MAAAMMMA þú ert ekki FYNDIN
Mamman: Jú ég er MJÖG fyndin, he he
Gelgjan stendur upp. Með munninn fullan af ostapoppi og vopnuð maskara segir hún: Farð þú þá bara í bað á meðan DÓTTIR ÞÍN er dauðvona!! Þú ert alltaf svo leiðinleg við mig!! [hurð skellt á nefið á mömmunni]
Ha ha, mömmunni finnst gaman að eiga gelgjustelpu.
Mamman: Má ég sjá þig, er þetta hægra megin, leyfðu mér að skoða þig þetta gæti verið botnlanginn. [mamman ýtir og sleppir eftir kúnstarinnar reglum]
Gelgjan: ÆI!!!! Þú meiðir mig þaddna!!!
Mamman: Er vont þegar ég sleppi?
Gelgjan: NEI, þegar þú ÝTIR
Mamman: Þá er þetta ekki botnlanginn, ég er farin í bað
Gelgjan lokar sig inni á klósetti og mamman fattar að eitthvað er í gangi. Bank bank..
Mamman: Ertu að gráta?
Gelgjan: Nei [sýgur upp í nefið] FARÐU!
Mamman opnar hurðina með skrúfjárni
Gelgjan: Amma dó næstum því þegar hún fékk í botnlangann [snýtir sér] hún hefði getað DÁIÐ
Mamman: Þú ert ekki að deyja. [knúsar barnið sem streitist á móti] það var fyrir 40 árum og þú ert ekki einu sinni með hita. Amma var búin að vera með hita lengi áður en hú dó næstum því. Svo var allt öðruvísi fyrir 40 árum, engin fattaði að þetta væri bontlanginn en núna er allt svo tæknilegt og enginn deyr úr botnlangakasti lengur. Og þú ert ekki að deyja ég lofa því...
Gelgjan: Jú víst, það mundi geta skeð! [labbar kjökrandi inn í herbergi þar sem að besta vinkonan bíður og þær byrja að háma í sig ostapopp]
Mamman: Ja ég er allavega farin í bað...bankaðu hjá mér ef þér finnst þú vera að versna, annars skulum við bíða í svona hálftíma og ef þetta lagast ekki þá förum við upp á spítala...
Gelgjan: Ef ég verð ekki DAUÐ! [núna er gelgjan byrjuð að setja á sig maskara, ekki gott að fara í botnlangauppskurð án maskara]
Mamman við vinkonuna: Viltu fylgjast með því hvort hún sé nokkuð á leiðinni að andast á meðan ég er í baði - ég verð mjög snögg...
Gelgjan: MAAAMMMA þú ert ekki FYNDIN
Mamman: Jú ég er MJÖG fyndin, he he
Gelgjan stendur upp. Með munninn fullan af ostapoppi og vopnuð maskara segir hún: Farð þú þá bara í bað á meðan DÓTTIR ÞÍN er dauðvona!! Þú ert alltaf svo leiðinleg við mig!! [hurð skellt á nefið á mömmunni]
Ha ha, mömmunni finnst gaman að eiga gelgjustelpu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.